Episodios

  • 5. þáttur - Endurheimt með Guðfinnu og Grétu
    May 12 2025

    Í þessum þætti spyrjum við spurninga sem ef til vill brenna á mörgum: Er unnt að fyrirbyggja umhverfisveikindi? Og er unnt að endurheimta heilsuna eftir að hafa veikst?

    Gestir þáttarins hafa einmitt helgað sig því að svara þessum spurningum og starfa við það að hjálpa umhverfisveikum.Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfæðingur og eigandi Heilsubarsins hefur alla tíð haft áhuga á heilsu. Eftir að hafa sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og náð bata þá hefur hennar vinna síðastliðin ár snúið að því að efla heilsu Íslendinga með góðum heilsuvenjum og hágæða bætiefnum með vefverslun sinni www.heilsubarinn.is

    Guðfinna hefur einnig sótt fjölmörg námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Hún veitir bætiefnaráðgjöf á námskeiðinu Umhverfisveikindi hjá Endurheimt og sinnir einnig eftirfylgni í tengslum við bætiefnaprótokol.Gréta Ósk Óskarsdóttir fór af stað í rannsóknarleiðangur eftir að hún og fjölskylda hennar veiktust á heimili þeirra vegna rakaskemmda og myglu. Sú reynsla og áhugi hennar á málefninu urðu til þess að hún er nokkurs konar sérfræðingur í myglu og endurheimt í dag.

    Gréta Ósk starfar sem bætiefnaráðgjafi hjá Mamma veit best, S: 445-8828. Hún veiti ráðgjöf á staðnum en hún vinnur á breytilegum vöktum. Hægt er að senda henni skilaboð og fá ráðgjöf í gegnum tölvupóst með því að senda fyrirspurn á greta@mammaveitbest.isMarkmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.
    Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni. Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.

    Más Menos
    50 m
  • 4. þáttur - Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi?
    May 5 2025

    Í þennan fjórða þátt fær Árni Kristjánsson, til sín fjóra lækna, sem öll hafa á einhvern hátt reynslu af umhverfisveikindum.

    Gestir þáttarins eru þau:

    Ragnhildur Magnúsdóttir, sem er sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum og með fjölbreyttan bakgrunn, hefur unnið í héraði og á heilsugæslu. Alltaf haft áhuga á heildrænni nálgun í læknisfræði og áhrifum umhverfis á heilsu.

    Ari Víðir Axelsson, barnalæknir og ofnæmislæknir barna. Vinnur hjá Domus barnalækningum og hefur meðal annars sinnt umhverfisveikum börnum.

    Tekla Hrund Karlsdóttir er almennur læknir með sérþekkingu á efnaskiptaheilsu. Hún er eigandi Soundhealth sem er læknamóttaka sem byggir á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum. Hún hefur unnið mikið með orkubúskap og hvernig efnaskiptaheilsa hefur áhrif á heilsu og líðan fólks.

    Una Emilsdóttir er menntuð við Kaupmannahafnarháskóla og er nú í sérnámi í atvinnu- og umhverfislæknisfræði í Danmörku. Hún hefur sl 10 ár, samhliða námi og vinnu, haldið erindi fyrir áhugasama, með það meginmarkmið að upplýsa neytendur um skaðleg efni í nærumhverfi, sem oftast nær eru falin og óþekkt neytendum, og tengingu þeirra við langvinna sjúkdóma.

    Ekki láta þennan fróðlega þátt framhjá þér fara.


    Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.

    Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.


    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.






    Más Menos
    1 h y 30 m
  • Stikla: Hver eru einkenni umhverfisveikinda?
    Apr 28 2025

    Hér les Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, forkona SUM upp pilstil um einkenni umhverfisveikinda, af heimasíðu SUM.

    Finnur þú fyrir einkennum?

    Mikið af góðu efni er að finna á heimasíðu samtakanna á www.samtoksum.is

    Þar er að finna reynslusögur, ráð og heimildarlista yfir helstu rannsóknir sem samtökin benda á, svo fátt eitt sé nefnt.


    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi stiklunnar er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið er úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Más Menos
    6 m
  • 3. þáttur - Örverur og efni í hinu byggða umhverfi, Sylgja Dögg
    Apr 21 2025

    Gestur 3. þáttar er engin önnur en Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og lýðheilsufræðingur.

    Sylgja segir frá því þegar hún var nýskriðin úr líffræðinámi, ný móðir með tvö ung börn og veikindi bera að garði. Hún hafði ekki enn áttað sig á því hvað hún ætlaði að gera við gráðuna sína þegar ævistarfið hreinlega valdi hana. Sylgja lýsir því þegar hún og fjölskylda hennar veikjast harkalega, nánast á einni nóttu. Eftir það stakk hún sér á bólakaf í rannsóknaleiðangur til að vinna heilsu sína og fjölskyldu sinnar til baka og gera húsið sitt heilnæmt á ný. Eftir þetta var ekki aftur snúði. Sylgja hefur síðan verið brautryðjandi á þessu sviði á Íslandi og þó víðar væri leitað, hún er einn helsti sérfræðingur í myglu í húsum og endurheimt. Hún fræðir okkur um flókið samspil örvera og myglu við byggingarefni, loftgæði, innivist og fleira.

    Sylgja Dögg er í dag framkvæmdastjóri og einn af stofnendum og eigendum hjá Verkvist. Lesa má nánar um sérþekkingu hennar og reynslu hér: https://www.verkvist.is/sylgja-dogg

    Ekki missa af þessu fróðlega viðtali!


    Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.

    Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.


    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.

    Más Menos
    34 m
  • Stikla: Hvað eru umhverfisveikindi?
    Apr 15 2025

    Hér les Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, forkona SUM, upp skilgreiningu á umhverfisveikindum úr samþykktum SUM.

    Saga umhverfisveikinda á sögu sína að rekja til Bandaríkjanna árið 1956. Þá voru þessi veikindi undir heitinu MCS eða Multiple Chemical Sensitivity á ensku.

    MCS hefur einnig gengið undir ýmsum öðrum heitum, en í dag er á ensku talað um environmental illness (EI), eða umhverfisveikindi á íslensku.

    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi stiklunnar er eftir tónlistarmanninn Svavar Knút. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.





    Más Menos
    4 m
  • 2. þáttur - Viðkvæmir hópar, Birgitta Elín þroskaþjálfi.
    Apr 14 2025

    Þetta er 2. þáttur af Hlaðvarpi SUM og fjallar um viðvkæma hópa. Við fáum til okkar Bitgittu Elínu þroskaþjálfa. Hún deilir sinni merkilegu sögu sem hefst á því að hún lendir í efnaslysi við vinnu sína. Eftir það verður hún ofurnæm á fleiri efni og örverur eins og myglu, hreinsiefni og fleiri algenga fylgifiska samfélagsins sem við búum í.

    Birgitta Elín sýnir hér mikið hugrekki, að stíga fram með sína margþættu sögu. Sögur sem þessar þurfum við sem samfélag að heyra og viðurkenna, taka alvarlega og læra af.

    Oft er talað um að umhverfisveikir séu eins og kanarífuglinn í kolanámunni, þau séu eins og nemar á skaðleg efni og örverur í umhverfinu og samfélagið allt gæti því gagnast af því að hlusta á einkenni þeirra og upplifanir, til að geta brugðist við svo færri veikist illa í örveru- og efnasúpu nútímans.

    Birgitta Elín er þroskaþjálfi og vinnur með viðkvæma hópa, hún hefur unnið með börn, aldraða og fatlaða. Henni finnst sárt að horfa upp á ófullnægjandi viðbrögð við rakaskemmdum og myglu í húsnæði þar sem börn sækja t. a. m. lögbundið nám eða þar sem fatlaðir, aldraðir og aðrir sem eru upp á hið opinbera komin hvað varðar húsaskjól og þjónustu dvelja. Þessir hópar eru oft ómálga eða ekki tamt að útskýra einkenni sem þau upplifa. Einkennin koma þá oft niður á hegðun, einbeitingu og almennri heilsu þeirra og líðan en eru annars dulin.

    Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.

    Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.


    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.

    Más Menos
    41 m
  • 1. þáttur - Hvað er SUM og hvað eru umhverfisveikindi?
    Apr 7 2025

    Hlaðvarp SUM fjallar um áhrif umhverfis á heilsu. Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.


    Í þessum 1. þætti af Hlaðvarpi SUM spjallar stjórn SUM um umhverfisveikindi á mannlegum nótum. Hvað eru umhverfisveikindi? Hvernig getum við þekkt einkennin? Hvernig getum við endurheimt heilsuna á ný og hvernig má fyrirbyggja að fleiri veikist?

    Það eru þær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, forkona SUM og stjórnarkonurnar Íris Magnúsdóttir, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og Linda Gunnarsdóttir sem deila hér reynslu sinni, styrk og von.


    Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.

    Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

    Más Menos
    40 m
  • Stikla fyrir Hlaðvarp SUM
    Apr 3 2025

    Hlaðvarp SUM fjallar um áhrif umhverfis á heilsu

    Það er von okkar að geta verið skjól fyrir umhverfisveika og barist fyrir réttindum okkar.

    Félagar í SUM eiga það mörg sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum umhverfisáreitis eða þau eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku. Saman berjumst við fyrir réttindum umhverfisveikra og vitundarvakningu um hvernig við getum skapað heilnæmt umhverfi fyrir öll.

    Einnig viljum við með umræðu og vitundarvakningu fyrirbyggja að fleiri endi umhverfisveikir í efnasúpu nútímans.


    Gerast félagi í SUM: https://www.samtoksum.is/



    Más Menos
    1 m