4. þáttur - Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi? Podcast Por  arte de portada

4. þáttur - Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi?

4. þáttur - Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi?

Escúchala gratis

Ver detalles del espectáculo

Í þennan fjórða þátt fær Árni Kristjánsson, til sín fjóra lækna, sem öll hafa á einhvern hátt reynslu af umhverfisveikindum.

Gestir þáttarins eru þau:

Ragnhildur Magnúsdóttir, sem er sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum og með fjölbreyttan bakgrunn, hefur unnið í héraði og á heilsugæslu. Alltaf haft áhuga á heildrænni nálgun í læknisfræði og áhrifum umhverfis á heilsu.

Ari Víðir Axelsson, barnalæknir og ofnæmislæknir barna. Vinnur hjá Domus barnalækningum og hefur meðal annars sinnt umhverfisveikum börnum.

Tekla Hrund Karlsdóttir er almennur læknir með sérþekkingu á efnaskiptaheilsu. Hún er eigandi Soundhealth sem er læknamóttaka sem byggir á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum. Hún hefur unnið mikið með orkubúskap og hvernig efnaskiptaheilsa hefur áhrif á heilsu og líðan fólks.

Una Emilsdóttir er menntuð við Kaupmannahafnarháskóla og er nú í sérnámi í atvinnu- og umhverfislæknisfræði í Danmörku. Hún hefur sl 10 ár, samhliða námi og vinnu, haldið erindi fyrir áhugasama, með það meginmarkmið að upplýsa neytendur um skaðleg efni í nærumhverfi, sem oftast nær eru falin og óþekkt neytendum, og tengingu þeirra við langvinna sjúkdóma.

Ekki láta þennan fróðlega þátt framhjá þér fara.


Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.

Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.


Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.






Todavía no hay opiniones