
3. þáttur - Örverur og efni í hinu byggða umhverfi, Sylgja Dögg
No se pudo agregar al carrito
Add to Cart failed.
Error al Agregar a Lista de Deseos.
Error al eliminar de la lista de deseos.
Error al añadir a tu biblioteca
Error al seguir el podcast
Error al dejar de seguir el podcast
-
Narrado por:
-
De:
Gestur 3. þáttar er engin önnur en Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og lýðheilsufræðingur.
Sylgja segir frá því þegar hún var nýskriðin úr líffræðinámi, ný móðir með tvö ung börn og veikindi bera að garði. Hún hafði ekki enn áttað sig á því hvað hún ætlaði að gera við gráðuna sína þegar ævistarfið hreinlega valdi hana. Sylgja lýsir því þegar hún og fjölskylda hennar veikjast harkalega, nánast á einni nóttu. Eftir það stakk hún sér á bólakaf í rannsóknaleiðangur til að vinna heilsu sína og fjölskyldu sinnar til baka og gera húsið sitt heilnæmt á ný. Eftir þetta var ekki aftur snúði. Sylgja hefur síðan verið brautryðjandi á þessu sviði á Íslandi og þó víðar væri leitað, hún er einn helsti sérfræðingur í myglu í húsum og endurheimt. Hún fræðir okkur um flókið samspil örvera og myglu við byggingarefni, loftgæði, innivist og fleira.
Sylgja Dögg er í dag framkvæmdastjóri og einn af stofnendum og eigendum hjá Verkvist. Lesa má nánar um sérþekkingu hennar og reynslu hér: https://www.verkvist.is/sylgja-dogg
Ekki missa af þessu fróðlega viðtali!
Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.
Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.
Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.
Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.