
1. þáttur - Hvað er SUM og hvað eru umhverfisveikindi?
No se pudo agregar al carrito
Add to Cart failed.
Error al Agregar a Lista de Deseos.
Error al eliminar de la lista de deseos.
Error al añadir a tu biblioteca
Error al seguir el podcast
Error al dejar de seguir el podcast
-
Narrado por:
-
De:
Hlaðvarp SUM fjallar um áhrif umhverfis á heilsu. Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.
Í þessum 1. þætti af Hlaðvarpi SUM spjallar stjórn SUM um umhverfisveikindi á mannlegum nótum. Hvað eru umhverfisveikindi? Hvernig getum við þekkt einkennin? Hvernig getum við endurheimt heilsuna á ný og hvernig má fyrirbyggja að fleiri veikist?
Það eru þær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, forkona SUM og stjórnarkonurnar Íris Magnúsdóttir, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og Linda Gunnarsdóttir sem deila hér reynslu sinni, styrk og von.
Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.
Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.