
5. þáttur - Endurheimt með Guðfinnu og Grétu
No se pudo agregar al carrito
Add to Cart failed.
Error al Agregar a Lista de Deseos.
Error al eliminar de la lista de deseos.
Error al añadir a tu biblioteca
Error al seguir el podcast
Error al dejar de seguir el podcast
-
Narrado por:
-
De:
Í þessum þætti spyrjum við spurninga sem ef til vill brenna á mörgum: Er unnt að fyrirbyggja umhverfisveikindi? Og er unnt að endurheimta heilsuna eftir að hafa veikst?
Gestir þáttarins hafa einmitt helgað sig því að svara þessum spurningum og starfa við það að hjálpa umhverfisveikum.Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfæðingur og eigandi Heilsubarsins hefur alla tíð haft áhuga á heilsu. Eftir að hafa sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og náð bata þá hefur hennar vinna síðastliðin ár snúið að því að efla heilsu Íslendinga með góðum heilsuvenjum og hágæða bætiefnum með vefverslun sinni www.heilsubarinn.is
Guðfinna hefur einnig sótt fjölmörg námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Hún veitir bætiefnaráðgjöf á námskeiðinu Umhverfisveikindi hjá Endurheimt og sinnir einnig eftirfylgni í tengslum við bætiefnaprótokol.Gréta Ósk Óskarsdóttir fór af stað í rannsóknarleiðangur eftir að hún og fjölskylda hennar veiktust á heimili þeirra vegna rakaskemmda og myglu. Sú reynsla og áhugi hennar á málefninu urðu til þess að hún er nokkurs konar sérfræðingur í myglu og endurheimt í dag.
Gréta Ósk starfar sem bætiefnaráðgjafi hjá Mamma veit best, S: 445-8828. Hún veiti ráðgjöf á staðnum en hún vinnur á breytilegum vöktum. Hægt er að senda henni skilaboð og fá ráðgjöf í gegnum tölvupóst með því að senda fyrirspurn á greta@mammaveitbest.isMarkmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.
Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni. Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.
Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.