2. þáttur - Viðkvæmir hópar, Birgitta Elín þroskaþjálfi. Podcast Por  arte de portada

2. þáttur - Viðkvæmir hópar, Birgitta Elín þroskaþjálfi.

2. þáttur - Viðkvæmir hópar, Birgitta Elín þroskaþjálfi.

Escúchala gratis

Ver detalles del espectáculo

Þetta er 2. þáttur af Hlaðvarpi SUM og fjallar um viðvkæma hópa. Við fáum til okkar Bitgittu Elínu þroskaþjálfa. Hún deilir sinni merkilegu sögu sem hefst á því að hún lendir í efnaslysi við vinnu sína. Eftir það verður hún ofurnæm á fleiri efni og örverur eins og myglu, hreinsiefni og fleiri algenga fylgifiska samfélagsins sem við búum í.

Birgitta Elín sýnir hér mikið hugrekki, að stíga fram með sína margþættu sögu. Sögur sem þessar þurfum við sem samfélag að heyra og viðurkenna, taka alvarlega og læra af.

Oft er talað um að umhverfisveikir séu eins og kanarífuglinn í kolanámunni, þau séu eins og nemar á skaðleg efni og örverur í umhverfinu og samfélagið allt gæti því gagnast af því að hlusta á einkenni þeirra og upplifanir, til að geta brugðist við svo færri veikist illa í örveru- og efnasúpu nútímans.

Birgitta Elín er þroskaþjálfi og vinnur með viðkvæma hópa, hún hefur unnið með börn, aldraða og fatlaða. Henni finnst sárt að horfa upp á ófullnægjandi viðbrögð við rakaskemmdum og myglu í húsnæði þar sem börn sækja t. a. m. lögbundið nám eða þar sem fatlaðir, aldraðir og aðrir sem eru upp á hið opinbera komin hvað varðar húsaskjól og þjónustu dvelja. Þessir hópar eru oft ómálga eða ekki tamt að útskýra einkenni sem þau upplifa. Einkennin koma þá oft niður á hegðun, einbeitingu og almennri heilsu þeirra og líðan en eru annars dulin.

Markmið þáttanna er að færa ykkur raddir umhverfisveikra einstaklinga og ólík sjónarhorn sérfræðinga. Það er mikilvægt að geta speglað sig í reynslu annarra en við bendum ykkur á að hvert og eitt mál er einstakt. Upplifun hvers og eins er flókið samspil erfða og umhverfis hvers einstaklings. Finnir þú fyrir einkennum umhverfisveikinda þá hvetjum við þig til að leita aðstoðar til sérfræðinga.

Fleiri reynslusögur er að finna á heimasíðu SUM www.samtoksum.is og jafningjastuðning má meðal annars finna hjá samtökunum SUM. Við hvetjum þig til að skrá þig í félagið á heimasíðunni.


Fallega stefið sem prýðir upphaf og endi þáttanna er úr safni Svavars Knúts tónlistarmanns. Stefið eru úr laginu Brot sem kom út á samnefndri plötu árið 2015.

Þáttastjórnandi þáttarins er Árni Kristjánsson, aðstandandi og þolandi umhverfisveikinda.

Todavía no hay opiniones