Episodios

  • 61. Mall world - draumaheimur
    Jan 12 2026

    The Mall World er dularfullur og endurtekinn draumaheimur sem margir lýsa að heimsækja aftur og aftur í draumum sínum. Hann birtist oft sem risastór innanhússheimur sem sameinar verslunarmiðstöðvar, hótel, flugvelli, skóla, sundlaugar og óendanlega ganga sem virðast tengjast á óskiljanlegan hátt. Þrátt fyrir að um draum sé að ræða, upplifa margir staðinn sem óvenju raunverulegan og það skrítan er að fólk sem dreymir sig inni í Mall world lýsa umhverfinu alveg eins. Það er nánast eins og margar sálir séu farnar í þennan heim á næturna, en bara þessar völdu sálir. Afhverju dreyma þetta bara sumir en ekki allir? Það höfum við ekki hugmynd um!

    Sumir telja að heimurinn endurspegli undirmeðvitundina, félagslegt álag eða flótta frá raunveruleikanum, á meðan aðrir líta á hann sem sameiginlegt draumarými sem margir tengjast. Aðrir segja að þetta tengist The Gate program eða jafnvel geimverum!

    Allavega þetta er stórundarlegur heimur sem frú Dagný hefur oft og mörgum sinnum heimsótt, hvað þetta er í alvörunni vitum við ekki, en við erum sammála um það að þetta er frekar dularfullt, jafnvel smá óhugnanlegt.

    Más Menos
    8 m
  • 60. Bermuda þríhyrningurinn
    Jan 7 2026

    Í dag ætlum við að tala um einn dularfyllsta stað jarðar, Bermuda-þríhyrninginn.

    Bermuda-þríhyrningurinn er svæði í Norður-Atlantshafi, afmarkað lauslega af Flórída, Bermúdaeyjum og Púertó Ríkó. Í áratugi hafa sögur gengið um óútskýrð hvarf skipa og flugvéla á þessu svæði. Sumir kenna um óvenjuleg segulsvið, aðrir tala um tímagáttir, geimverur eða jafnvel týnda heimsálfu Atlantíku.

    Er Bermuda-þríhyrningurinn raunverulegt fyrirbæri sem vísindin ná ekki utan um, eða er þetta einfaldlega samansafn ýktra sagna, rangra skýrslna og mannlegra mistaka?

    Í þessum þætti ætlum við að kafa ofan í söguna, frægustu hvörfin og vísindalegu skýringarnar á bak við þennan umdeilda stað og reyna að svara spurningunni:

    Er Bermuda-þríhyrningurinn raunverulega jafn hættulegur og orðspor hans segir til um?

    Mentioned in this episode:

    Komdu í áskrift

    Más Menos
    50 m
  • 59. Fyrri líf
    Jan 5 2026

    Fyrrilífs upplifanir

    Más Menos
    6 m
  • 58. Áramóta þáttur
    Dec 31 2025

    Gleðilegt nýtt ár kæru hlustendur.

    Mentioned in this episode:

    d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift

    Más Menos
    43 m
  • 57. The Goatman
    Dec 29 2025

    Í þessum þætti ætlum við að ræða The Goatman Bridge, eina alræmdustu og óhugnanlegustu þjóðsögu Bandaríkjanna. Brúin, sem stendur í Texas, hefur um árabil verið tengd sögum af dularfullri veru, óútskýrðum hljóðum og hræðileg atvik hafa átt sér stað á þessari brú.

    Más Menos
    5 m
  • 56. Jólaþáttur
    Dec 24 2025

    Hér kemur einn jólaþáttur með yfirnáttúrulegum brag! Við vonum að þið séuð að njóta hátíðarinnar og umvefja ykkur af öllu því sem þið elskið. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

    Yfirnáttúrulegar jólakveðjur frá okkur

    Selma og Dagný

    Mentioned in this episode:

    d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift

    Más Menos
    43 m
  • 55. skyggnigáfur
    Dec 22 2025

    Í þessum þætti ætlum við að tala um hinar ýmsu tegundir af skyggnigáfum og dulrænni skynjun.

    Mentioned in this episode:

    d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift

    Galdrabox

    Þú getur nálgast galdraboxin okkar með því að senda okkur skilaboð eða kíkja í Mistur Stórhöfða 33.

    Más Menos
    47 m
  • 54. Námskeið trans heilun og þjálfun miðilshæfileika
    Dec 17 2025

    Í þessum þætti ætlum við að segja ykkur frá upplifun okkar á námskeiðum sem við fórum á hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands. Við fórum á tvö námskeið saman: Þjálfun miðilshæfileika og Transheilun hjá Ásthildi Sumarliðadóttur sem er alveg dásamlegur kennari! Dagný fór einnig á námskeið hjá Ásthildi þar sem var blandað saman miðilshæfileikum og listræn sköpun og segir frá því námskeiði í stuttu máli.

    Við lærðum svo rosalega mikið á þessum námskeiðum og það sem kom okkur svo skemmtilega á óvart er að það geta ALLIR þjálfað upp sína miðils- og heilunarmátt.

    Næsta námskeið hjá Ásthildi í Sálarransóknarfélagi Íslands: Þjálfun Miðilshæfileikans verður haldið helgina 10. og 11. janúar og hér er hlekkur inn á Facebook viðburðinn: https://fb.me/e/7bXrsid5g

    Hér er svo hlekkur inn á heimasíðu Sálarransóknarfélagi Íslands: https://www.srfi.is/

    Mentioned in this episode:

    Galdrabox

    Þú getur nálgast galdraboxin okkar með því að senda okkur skilaboð eða kíkja í Mistur Stórhöfða 33.

    Komdu í áskrift

    d+ypra ofan í yfiornáttúrulega áskrift

    Más Menos
    1 h y 36 m
adbl_web_global_use_to_activate_DT_webcro_1694_expandible_banner_T1