Episodios

  • 16) Depeche Mode
    Apr 21 2025

    Þeir voru kallaðir synthesiser boy band af Bresku pressunni og Bay City Rollers of the electronic age, þegar hljómsveitin var að byrja að vekja athygli. Nintendo tónlist spiluð með einum fingri myndi ég skilgreina tónlistina sem þeirra þarna fyrstu árin. En svo skánaði þetta með hverri plötunni

    45 árum síðar, þar sem tískustraumar hafa komið og farið og tónlistarstefnur risið og fallið eru Depeche Mode enn relevant og enn að gefa út plötur og án þeirra hefðum við kannski ekki Nine Inch Nails eða Marilyn Manson.

    Más Menos
    1 h y 14 m
  • 12) Grunge: Seattle, flannelskyrtur og hermannaklossar
    Feb 6 2025

    Þegar 70´s rock og punk eignuðust afkvæmi varð útkoman grunge og þetta gerðist í Seattle af öllum stöðum í heiminum. Borg sem fram að þessu hafði verið þekktust fyrir rigningu, ryðgaðar brýr og aðeins of mikið af efnum sem voru ekki holl fyrir neinn.

    Meðan hair metalið var að tröllríða öllu þá var hrátt gítarrokk með óþarflega þunglyndislegum textum að spretta úr kjöllurum og bílskúrum í þessari borg sem enginn fór til nema eiga nauðsynlega erindi þangað og eins og hendi væri veifað skaust það upp á stjörnuhimininn í upphafi 10. áratugarins og skein þar skært þar til allir byrjuðu að deyja.

    Más Menos
    1 h y 9 m
  • 10) ABBA
    Jan 8 2025

    ABBA var á sínum gullaldarárum ein allra vinsælasta hljómsveit heims. Þó að hljómsveitin hafi algerlega legið í dvala í einhver 35 ár þá var hún langt frá því gleymd og grafin.
    Það voru allsstaðar ABBA laumuaðdáendur og komu þeir út úr öllum skúmaskotum þegar safnplatan ABBA Gold var gefin út 1992.
    Síðan þá hefur hljómsveitin gengið í algerlega endurnýjun lífdaga þar sem gerðar hafa verið bíómyndir byggðar í kring um lögin þeirra, gríðarlega vinsæll söngleikur og núna síðast sýndarveruleikatónleikar með hljómsveitinni.

    Más Menos
    1 h y 42 m
adbl_web_global_use_to_activate_webcro805_stickypopup